Section
Segment

Árið 2014 var alþjóðadagur vatnsins, eða World Water Day, tileinkaður vatni og orku. Dagurinn er undir verndarvæng Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er tilgangur hans að vekja athygli á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á vatnsauðlindinni.

Section
Segment

Sjálfbær nýting vatnsauðlinda

Í tilefni af alþjóðadegi vatnsins stóðu Landsvirkjun, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands fyrir morgunverðarfundi um samspil vatns og orku. Á fundinum voru haldin fjögur erindi. Meðal fyrirlesara var Joerg Hartmann sem áður starfaði fyrir World Wildlife Fund (WWF). Hann fjallaði um þróun alþjóðlegs matslykils um sjálfbærni vatnsaflsvirkjana (Hydropower Sustainability Assessment Protocol, HSAP) en hann er einn af höfundum lykilsins. 

„Það ríkir víðtæk sátt um að aukin gæði [vatnsafls]verkefna sé mikilvægur þáttur í að draga úr loftslagsbreytingum.“ Joerg Hartmann.

Landsvirkjun hefur á undanförnum árum tekið þátt í tveimur úttektum í samræmi við HSAP-matslykilinn, fyrir Hvammsvirkjun á undirbúningsstigi og Blöndustöð á rekstrarstigi. Ítarlega var fjallað um þetta í umhverfisskýrslu Landsvirkjunar á árinu 2013.

Meðal annarra fyrirlesara á fundinum voru Guðni Jóhannesson orkumálastjóri, sem fjallaði um sjálfbærnivísa fyrir vatnsafl og jarðhita, Stefán Gíslason formaður rammaáætlunar, sem fjallaði um vinnu við áætlunina, og Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar, sem fjallaði um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vatnafar, umhverfi og samfélag. 

Upptöku frá fundinum má nálgast hér.