Landsvirkjun hefur staðið fyrir umfangsmikilli landgræðslu og skógrækt í nágrenni aflstöðva sinna frá árinu 1968. Tilgangur landgræðslunnar er að endurheimta landgæði, að draga úr raski á gróðurlendum auk þess að stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Einnig er horft til landgræðslusvæða Landsvirkjunar með kolefnisbindingu í huga.
Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu
Markmið Landsvirkjunar er að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki. Til að ná því markmiði er meðal annars unnið að kolefnisbindingu í gróðri.
Heildarkolefnisbinding Landsvirkjunar árið 2014 er áætluð tæplega 23.000 tonn CO2-ígilda. Áætluð kolefnisbinding á skógræktar- og landgræðslusvæðum fyrirtækisins er um 22.000 tonn CO2-ígilda/ári. Landsvirkjun jafnar losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis með þátttöku í kolefnisbindingu hjá Kolvið og nemur árleg binding tæplega 1.000 tonnum CO2-ígilda.
Útgefið efni
Að neðan má sjá útgefnar skýrslur á vegum Landsvirkjunar árið 2014 um landgræðslu, skógrækt og kolefnisbindingu. Með því að smella á heiti skýrslunnar má nálgast rafrænt eintak hennar en einnig eru flestar skýrslur Landsvirkjunar aðgengilegar í Gegni. Þær skýrslur sem ekki eru aðgengilegar á rafrænu formi má nálgast á bókasafni Landsvirkjunar.