Section
Segment

Landsvirkjun hefur staðið fyrir umfangsmikilli landgræðslu og skógrækt í nágrenni aflstöðva sinna frá árinu 1968. Tilgangur landgræðslunnar er að endurheimta landgæði, að draga úr raski á gróðurlendum auk þess að stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Einnig er horft til landgræðslusvæða Landsvirkjunar með kolefnisbindingu í huga.

Section
Segment

Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðslu

Markmið Landsvirkjunar er að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki. Til að ná því markmiði er meðal annars unnið að kolefnisbindingu í gróðri. 

Heildarkolefnisbinding Landsvirkjunar árið 2014 er áætluð tæplega 23.000 tonn CO2-ígilda. Áætluð kolefnisbinding á skógræktar- og landgræðslusvæðum fyrirtækisins er um 22.000 tonn CO2-ígilda/ári. Landsvirkjun jafnar losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis með þátttöku í kolefnisbindingu hjá Kolvið og nemur árleg binding tæplega 1.000 tonnum CO2-ígilda.

Section
Segment

Vinna við landgræðslu og skógrækt

Árið 2014 voru gróðursettar um 84 þúsund plöntur í nágrenni aflstöðva Landsvirkjunar.

Á árinu 2014 gróðursetti Landsvirkjun tæplega 84 þúsund plöntur í nágrenni aflstöðva sinna. Landsvirkjun stóð einnig fyrir samstarfsverkefninu Margar hendur vinna létt verk líkt og fyrri ár en þar býður fyrirtækið fram vinnuframlag sumarvinnuflokka ungs fólks til ýmissa verkefna.

Rúmlega 125 þúsund plöntur voru gróðursettar á árinu á vegum verkefnisins en það er breytilegt hvaða samstarfsverkefnum Landsvirkjun tekur þátt í hverju sinni. Kolefnisbindingin sem hlýst af samstarfsverkefnum er ekki hluti af kolefnisbókhaldi Landsvirkjunar þar sem verkefnin eru ekki unnin fyrir Landsvirkjun.

Segment
Segment

Auk gróðursetningar plantna er tilbúnum áburði dreift á áhrifasvæðum Landsvirkjunar og var umfangið svipað og fyrri ár. Þá er garðaúrgangur sem til fellur á aflstöðvunum nýttur til landgræðslu. Einnig er nokkru magni fræja og búfjáráburðar dreift á hverju ári á vegum fyrirtækisins.

Í tölulegu bókhaldi má sjá helstu magntölur í landgræðslu og skógrækt á árunum 2010–2014 á vegum Landsvirkjunar.

Segment
Section
Segment

Útgefið efni

Að neðan má sjá útgefnar skýrslur á vegum Landsvirkjunar árið 2014 um landgræðslu, skógrækt og kolefnisbindingu. Með því að smella á heiti skýrslunnar má nálgast rafrænt eintak hennar en einnig eru flestar skýrslur Landsvirkjunar aðgengilegar í Gegni. Þær skýrslur sem ekki eru aðgengilegar á rafrænu formi má nálgast á bókasafni Landsvirkjunar.