Section
Segment

Öllum framkvæmdum Landsvirkjunar fylgir óhjákvæmilegt rask sem getur haft áhrif á lífríki, náttúru og ásýnd landsins í kring. Við stærri framkvæmdir geta sjónrænu áhrifin orðið umtalsverð og því leggur Landsvirkjun áherslu á að hönnun framkvæmda skapi heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrlegs landslags.

Section
Segment

Ásýnd lands og umhverfis

Framkvæmdum, rannsóknum og byggingu nýrra mannvirkja fylgir jarðrask sem hefur áhrif á ásýnd landsins í kring. Slíkt rask verður meðal annars vegna gerðar uppistöðulóna, stíflna og veituleiða, lagningar vega og jarðstrengja, aðstöðusköpunar og jarðborana. Áhrifin eru mismunandi og ráðast til að mynda af landslagseinkennum og nýtingu landsvæða.

Section
Segment

Verkefni ársins

Á árinu 2014 var unnið að ýmsum verkefnum sem lúta að sjónrænum áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar á náttúru og umhverfi. Til að mynda var í framhaldi af hönnun vegna stækkunar Búrfells skoðuð möguleg áhrif breyttrar ásýndar og unnið að hugmyndum fyrir landmótun svæðisins. Einnig voru sjónræn áhrif vindlunda á Þjórsársvæðinu metin og unnið með ásýnd umhverfis á jarðhitasvæðum, þá sérstaklega við Þeistareyki. Nánar verður fjallað um tvö þessara verkefna hér að neðan.

Segment

Vindmyllur og sjónræn áhrif

Sjónræn áhrif eru einn af veigamestu umhverfisþáttunum þegar kemur að skipulagningu vindlunda. Stærð lundanna, fjöldi vindmylla og lega þeirra geta gjörbeytt ásýnd landslags og upplifun fólks á umhverfinu.

Við mat á áhrifum lundanna á ásýnd þarf að gera greiningu á landslagi, skoða hvaðan mannvirkin sjást og útbúa sýnileikamyndir sem líkja eftir landslagi eða umhverfi eftir framkvæmdir. Því næst eru þessi gögn metin af sérfræðingum en einnig er nauðsynlegt að kanna viðhorf og skynjun almennings á framkvæmdinni.

Segment

Fyrirhugaður vindlundur

TÖLVUTEIKNING

Til að lágmarka áhrif vindlunda á ásýnd þarf að huga að fjölmörgum þáttum. Má þar nefna stærð vindmylla, fjölda, útlit þeirra, skuggavarp og ýmislegt fleira. Uppröðun vindmyllanna getur einnig skipt sköpum og því mikið lagt upp úr því að greina landslagið í kring.

Segment

Á árinu 2014 var unnið rannsóknarverkefni á vegum Landsvirkjunar um Vindmyllur og sjónræn áhrif. Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða aðferðir henta best til að meta sjónræn áhrif vindlunda. Skoðaðar voru nýjungar við gerð tölvulíkana og farið yfir aðferðarfræði og kynningarform sem notast er við erlendis. Einnig voru skoðaðar leiðir til að lágmarka sjónræn áhrif við hönnun vindlunda, svo sem uppröðun vindmyllanna, stærð þeirra, útlit og hönnun á innviðum.

Segment

Jarðvarmi og ásýnd

Árið 2014 var unnið að rannsóknarverkefnum á vegum Landsvirkjunar við landmótun og útlit. Rannsóknirnar tóku meðal annars til jarðrasks vegna lagna, borsvæða, hljóðdeyfa og vega á fyrirhuguðum orkuvinnslusvæðum á Norðausturlandi. 

  • Myndir_770x463.jpg
    Útlit borteigs fyrir frágangsaðgerðir og án landmótunar.
  • Myndir_770x4632.jpg
    Með landmótun er leitast eftir að græða upp landið svo það falli betur að umhverfi sínu. Svona gæti mögulegt útlit borteigsins verið ári eftir aðgerðirnar.
  • Myndir_770x4633.jpg
    Mögulegt útlit borteigs fimm árum eftir landmótun og frágangsaðgerðir.
Segment

Í skýrslunni Jarðvarmi: landslagsmótun við borplön, hljóðdeyfa og akvegi  eru settar fram hugmyndir um stærð og umfang borplana og leitað leiða til þess að minnka umfang og jarðrask. Einnig voru skoðaðir fleiri umhverfisþættir, s.s hvernig hægt væri að bæta frágang og landmótun í kringum borplön og hljóðdeyfa. Sjónræn áhrif, landmótunaraðgerðir, veglínur og önnur tæknileg atriði er varða vegagerð voru einnig skoðuð.

Til að lágmarka áhrif á ásýnd er mikilvægt að greina landslag snemma á undirbúningsstigi framkvæmdar svo hönnun virkjunar taki mið af umhverfi sínu.

Í skýrslunni Reykjaheiði Þeistareykjavegur nyrðri: frágangur og umbætur á svipmóti voru settar fram tillögur að frágangi á Þeistareykjavegi. Markmiðið var að leita leiða að ásættanlegum frágangi á röskuðum svæðum sem nýta megi til að fella veginn sem best að umhverfi sínu. Einnig voru skilgreindar leiðir til að framkvæmdasvæðið fengi á sem skemmstum tíma yfirbragð sem fellur að grenndargróðri og nærliggjandi yfirborði.

Framkvæmdir við Þeistareykjaveg eru komnar nokkuð vel af stað, þ.m.t. frágangur á vegsvæðum og námum.

  • Umhverfisskyrsla_Myndir_1400x5002.jpg
    Hér má sjá námu við Þeistareykjaveg nyrðri fyrir frágang í byrjun júní 2014.
  • Umhverfisskyrsla_Myndir_1400x5003.jpg
    Að frágangi loknum í ágúst 2014 leit námusvæðið svona út.
Segment

Ítarlegri upplýsingar um vinnu tengdri ásýnd umhverfis á Þeistareykjum er að finna í kaflanum Þeistareykjavirkjun.

Section
Segment

Útgefið efni

Að neðan má sjá lista yfir skýrslur sem komu út á árinu eða fjalla um verkefni tengd sjónrænum áhrifum, landmótun og landslagsgreiningum. Með því að smella á heiti skýrslunnar má nálgast rafrænt eintak hennar en einnig eru margar skýrslur Landsvirkjunar aðgengilegar í Gegni. Þær skýrslur sem ekki eru aðgengilegar á rafrænu formi má nálgast á bókasafni Landsvirkjunar.