Opinská framsetning gagna
Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001. Kerfið felur meðal annars í sér stefnumótun á sviði umhverfismála og greiningu á hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur.
Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið gefið út árlegar umhverfisskýrslur þar sem ítarlega er fjallað um umhverfisstjórnun fyrirtækisins, vöktun umhverfisþátta og markmið fyrirtækisins í umhverfismálum. Lögð er áhersla á heiðarlega og opinskáa framsetningu gagna sem stuðlar að opinni og málefnanlegri umræðu um árangur fyrirtækisins í umhverfismálum.
Í tölulegu bókhaldi eru ítarlegar tölulegar upplýsingar um þau atriði sem fjallað er um í fyrri hlutum skýrslunnar. Tölulega bókhaldið er unnið upp úr bókhaldsforritum Landsvirkjunar, DynamicsAX, DMM, mannauðskerfi fyrirtækisins, jarðvarmagrunninum ViewData sem er í umsjá Kemíu sf., gagnagrunni Landsnets um orkuvinnslu og Landnýtingargrunni og bindibókhaldi (LULUCF) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Tölurnar eru ýmist rauntölur eða reiknaðar út frá mæligildum. Umsjón með gagnaúrvinnslu og rýni eru í höndum verkfræðistofunnar EFLU. Upplýsingar eru gefnar samkvæmt bestu vitund og teljast réttar.
Yfirlýsing skoðunarmanns
EFLA verkfræðistofa hefur rýnt umhverfisskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2014 og staðfestir hér með að skýrslan inniheldur upplýsingar um helstu þætti í rekstri Landsvirkjunar sem áhrif hafa á umhverfið. Þessar upplýsingar eru í samræmi við niðurstöður vöktunar fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfismálum. Í umhverfisskýrslunni er gerð grein fyrir þeim mæliniðurstöðum sem starfsleyfi fyrirtækisins kveða á um.
sviðstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu
Tölulegt bókhald ársins
Hér má sækja tölulegt bókhald ársins 2014.