Kröfur til umhverfismála eru sífellt að aukast og hefur Landsvirkjun markað sér þá stefnu að vera í fararbroddi á því sviði.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum - vatni, jarðvarma og vindi. Starfsemi Landsvirkjunar veldur í eðli sínu raski á umhverfinu þar sem bygging mannvirkja og mannlegt inngrip í náttúruna getur haft áhrif á lífríki og samfélag. Þess vegna leggur Landsvirkjun mikla áherslu á að nýta orkulindir með sjálfbærum hætti og hefur að leiðarljósi að stunda orkuvinnslu í sátt við umhverfi og samfélag.
Kröfur til umhverfismála eru sífellt að aukast og hefur Landsvirkjun markað sér þá stefnu að vera í fararbroddi á því sviði.
Hörður Arnarson, forstjóri
Með ítarlegum rannsóknum, vöktun og skýrri umhverfisstefnu vinnur Landsvirkjun markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Stefnan er byggð upp í fimm liðum.
Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja og vakta umhverfisáhrif af starfsemi sinni og leitast við að draga úr þeim. Mikilvægir umhverfisþættir eru vaktaðir og verklag við stýringu þeirra hefur verið skilgreint. Umhverfisþáttunum er skipt í þrjá flokka; auðlindir, losun og náttúra og ásýnd.
Við allan undirbúning á framkvæmd Þeistareykjavirkjunar hefur verið lögð sérstök áhersla á umhverfismál. Fyrsta skrefið er 45 MW áfangi með möguleika á stækkun í 90 MW í öðrum áfanga. Áætlanir gera ráð fyrir allt að 200 MW orkuvinnslu í fullbyggðri virkjun. Á árinu fóru fram undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum og var mikil áhersla lögð á að landmótun og frágangur færu fram samhliða uppbyggingu.
JARÐVARMAVIRKJUN
Reglubundnar rannsóknir og vöktun hafa verið stundaðar á orkuvinnslusvæðinu á Þeistareykjum síðan árið 2002. Með því aðrannsaka svæðið við undirbúning virkjunar, á framkvæmdartíma og eftir að rekstur er hafinn, verður hægt að meta hvort og þá hvernig rekstur jarðvarmavirkjunar hefur áhrif á jarðhitaauðlindina og umhverfið.
Jarðhiti, fallvötn og vindur eru auðlindir sem Landsvirkjun nýtir til orkuvinnslu. Fyrirtækið fylgist með vatnafari og jarðhitakerfum á áhrifasvæðum fyrirtækisins. Markmiðið er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og fylgjast með langtímabreytingum sem gætu haft áhrif á auðlindir og umhverfi.
Landsvirkjun vann 12.807 GWst af raforku á árinu. Afhent magn var 13.085 GWst en það er lækkun um 22 GWst frá árinu 2013, sem var metár Landsvirkjunar í raforkusölu.
Heildarorkuvinnsla
2014
Landsvirkjun hefur sett sér samgöngustefnu þar sem megináherslan er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi fyrirtækisins. Einnig er lögð áhersla á kolefnisbindingu í gróðri og virka þátttöku í orkuskiptaáætlun fyrir Ísland.
Markmið Landsvirkjunar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) og verða kolefnishlutlaust fyrirtæki. Þá reynir Landsvirkjun eftir fremsta megni að draga úr losun hávaða og mengandi efna út í umhverfið.
Stærstu uppsprettur GHL frá starfsemi Landsvirkjunar eru útstreymi frá jarðvarmavirkjunum og losun frá lónum vatnsaflsvirkjana. Aðra losun má rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis og förgunar úrgangs. Heildarlosun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2014 var tæplega 53 þúsund tonn CO2-ígilda og jókst losunin um 7% miðað við árið 2013. Losunin var hins vegar 5% lægri en meðaltalsgildi síðustu fimm ára og því er um jákvæða þróun að ræða.
Við stærri framkvæmdir geta sjónræn áhrif orðið umtalsverð. Því leggur Landsvirkjun áherslu á að hönnun framkvæmda skapi heildarjafnvægi milli útlits mannvirkja, landmótunar og náttúrulegs landslags
TÖLVUTEIKNING
Sjónræn áhrif eru einn af veigamestu umhverfisþáttunum þegar kemur að skipulagningu vindlunda. Við undirbúning þeirra eru gerðar greiningar á landslagi, skoðað hvaðan mannvirkin sjást og útbúnar sýnileikamyndir sem líkja eftir umhverfi að framkvæmdum loknum.
Við fyrstu athugun á virkjanahugmyndum skiptir miklu máli að hafa góðar upplýsingar um náttúrufar og samfélag. Eftir að undirbúningur framkvæmda hefst, og síðar rekstur aflstöðva, stundar fyrirtækið ítarlega vöktun og rannsóknir sem gefa sýn á hvort og þá hvernig starfsemi Landsvirkjunar hefur áhrif á umhverfið.
Niðurstöður vöktunar sýna að framkvæmdir við Kárahnjúka höfðu ekki neikvæð áhrif á vöxt og viðgang hreindýra á Snæfellsöræfum.
Á árinu var unnið að áframhaldandi rannsóknum á fuglalífi, vatnalífríki og hreindýrum á áhrifasvæðum aflstöðva fyrirtækisins. Vöktun fór einnig fram á rof- og setmyndun á vatnasviðum og unnið var að endurheimt landgæða með landgræðslu.
Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Með rafrænni útgáfu er um leið aukið aðgengi að öllum útgefnum skýrslum tengdum umhverfismálum Landsvirkjunar. Lögð er áhersla á heiðarlega og opinskáa framsetningu gagna sem stuðlar að opinni og málefnanlegri umræðu um árangur fyrirtækisins í umhverfismálum.